Síðasta uppfærsla: 19. júní 2025
Afpöntunarskilmálar
Fyrir einstaklingsbókanir er afbókunarfresturinn 48 klukkustundum fyrir komu. Fyrir hópabókanir er afbókunarfresturinn 25 dagar fyrir hópa með 5 til 10 herbergi og 50 dagar fyrir stærri hópa en 10 herbergi. Ef afbókað er eftir þann tíma verður heildarupphæðin rukkuð, sama gildir ef gestur/gestar mæta ekki. Þetta gildir fyrir einstaklings- og hópabókanir. Afbókunarskilmálar gilda ekki um óendurkræfar bókanir.
Greiðsluskilmálar
Greiðslufrestur er 48 klukkustundir fyrir einstaklingsbókanir, 25 dagar fyrir hópa sem bóka 5 til 10 herbergi og 50 dagar fyrir hópa með 10 herbergi eða fleiri. Óendurkræfar bókanir eru greiddar við bókun.
Skilmálar fyrir börn
Börn sem eru 6 ára og yngri dvelja frítt þegar þau nota rúm sem fyrir eru í herberginu. Börn sex ára og yngri fá einnig ókeypis morgunmat, þegar morgunverður er innifalinn í bókuninni.
Aukarúm
Barnarúm eru í boði án endurgjalds fyrir gesti. Það er ekki hægt að bæta við rúmum fyrir fullorðna í herbergi hótelsins.
Flugrúta
Flugrúta fer á milli 4:00 - 8:00 á morgnana til Keflavíkurflugvallar. Vinsamlega athugið að Konvin Hotel getur ekki ábyrgst að sæti verði í boði á öllum tímasetningum þar sem takmarkaður fjöldi sæta er í boði á hverjum tíma. 5 herbergi eða fleiri eru talin hópapöntun. Þú þarft að bóka flugrútu og greiða sérstaklega fyrir hana fyrir hópa. Sérstakar skilmála gilda fyrir hópbókanir. Vinsamlega hafið samband við hópadeild fyrir frekari upplýsingar „groups@konvin.is“. Hótelið ber ekki ábyrgð á aðstæðum sem leiða til þess að gestir missa af flugrútu hótelsins.
Reykingar
Á Konvin Hotel leggjum við áherslu á heilsusamlegt og reyklaust umhverfi. Reykingar eru bannaðar í öllum herbergjum, veitingastað og almennum rýmum. Vinsamlegast hafið í huga að hótelið áskilur sér rétt til að leggja á aukagjald að upphæð ISK 25.000 fyrir þrif ef reykingabannið er brotið, til að mæta kostnaði við að endurheimta loftgæði í gestaherbergjum.
Bílastæði
Konvin Hotel býður upp á ókeypis bílastæði við hótelið. Hótelið ber ekki ábyrgð á tjóni á persónulegum eigum eða tjóni á bílum gesta sem er lagt á hótelsvæðinu.
Ábyrgð gesta
Gestir bera ábyrgð á sínum persónulegu eigum meðan þeir dvelja á hótelinu. Við mælum með því að verðmæti sé geymd á öruggum stað og hjá gestum.
Týndir munir
Konvin Hotel ber ekki ábyrgð á neinum hlutum sem glatast, gleymast eða verða eftir í hótelherbergjum eða á almennum svæðum. Við hvetjum gesti til að skoða herbergin sín og almenn svæði vel áður en þeir yfirgefa hótelið til að fullvissa sig um að þeir hafi allar persónulegar eigur sínar meðferðis.


