Staðsetningin

Þú finnur okkur nálægt flugvellinum, og öllu öðru!

Konvin Hotel er fullkomlega staðsett, hvort sem þú ert að fara til útlanda eða koma aftur heim. Við erum aðeins í 10 mínútna fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli og stutt frá Bláa lóninu og öðrum spennandi stöðum á Reykjanesi.

Ef þú ert að fara í morgunflug, lendir seint að kvöldi, eða vilt einfaldlega slaka á áður en ferðin heldur áfram, þá er upplagt að njóta þægindana hjá okkur.

Komur og brottfarir

Flugrúta & ókeypis bílastæði

Við bjóðum upp á ókeypis bílastæði meðan þú ert að ferðast. Ef þú ert að fara í morgunflug geturðu einnig fengið skutl á flugvöllinn. Mundu að bóka flugrútuna fyrirfram hér á síðunni.

Flugrúta & ókeypis bílastæði

Við bjóðum upp á ókeypis bílastæði meðan þú ert að ferðast. Ef þú ert að fara í morgunflug geturðu einnig fengið skutl á flugvöllinn. Mundu að bóka flugrútuna fyrirfram hér á síðunni.